Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Laugardalshöll í síðustu viku. Þar var keppt í öllum helstu iðn og verkgreinum landsins s.s. trésmíði, pípulögnum, hársnyrtiiðn, matreiðslu, skrúðgarðyrkju og fleiru. Fjórir skrúðgarðyrkjunemar tóku þátt í keppninni og hreppti Arnar Þór Hjaltason fyrsta sætið. Keppnin heppnaðist mjög vel og var vel sótt. Um það bil 7000 grunnskólanemar víðsvegar að heimsóttu sýninguna á fimmtudag og föstudag og á laugardaginn var svokallaður fjölskyldudagur þar sem fólk á öllum aldri kom og skoðaði herlegheitin. Við óskum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fá þessa flottu tilvonandi fagmenn út í atvinnulífið.