Meistararéttindi

 

Þeir sem hafa lokið sveinsprófi í skrúðgarðyrkju geta sótt um í meistaraskóla. Til að öðlast meistararéttindi í skrúðgarðyrkju þarf nemandi að klára 33 einingar í meistaraskóla. Fögin eru flest rekstrar og stjórnunartengd s.s. bókhald og skjalavarsla, stjórnun, reikningsskil, tilboðsgerð, fjármál fyrirtækja, markaðsmál og margt fleira.

Að námi loknu þarf að sækja um meistarabréf til sýslumanns. Með umsókn að meistarabréfi þarf að skila margskonar gögnum s.s. staðfestingu á vinnutíma hjá meistara, sakavottorði, afriti af sveinsbréfi og fleira. Meistaranámið er í boði víðsvegar á landinu t.a.m í Tækniskólanum í Reykjavík

Umsókn um námssamning:

Þeir sem hafa áhuga á að komast á samning hjá meistara geta haft samband við félagsmenn eða við Garðyrkjuskólann (LbhÍ) agusta@lbhi.is

 

Pin It on Pinterest

Share This