Umsókn um aðild

 

Aðildarumsókn

Til að sækja um aðild er best að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst meistari@meistari.is og við sendum þér umsóknareyðublað til útfyllingar. Umsóknaform má einnig finna á síðu Samtaka Iðnaðarins en gæta þarf að því að taka fram að samhliða sé sótt um aðild að Félagi skrúðgarðyrkjumeistara. Einnig má hafa samband við skrifstofu Samtaka iðnaðarins og geta þau leiðbeint um umsóknir í félagið.

Félag skrúðgarðyrkjumeistara er aðili að Samtökum iðnaðarins sem þýðir að öll fyrirtæki í félaginu eru einnig félagar í Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Fyriræki geta sótt ýmsa þjónustu hjá bæði SI og SA sem tengjast rekstrinum. Á heimasíðu SI er að finna reiknivél sem reiknar út áætluð félagsgjöld fyrirtækja sem hyggjast sækja um aðild.

Pin It on Pinterest

Share This