FRÉTTATILKYNNING


Hagsmunaaðilar í garðyrkju hafa ákveðið að birta sérálit sem skilað var til Mennta- og
menningarmálaráðherra vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er, og hefur verið, varðandi
starfsmenntanám í garðyrkju. Greinargerðinni er ætlað að varpa ljósi á þann vanda sem uppi er þar
sem hagsmunir atvinnugreinarinnar og starfsmenntanámsins eru fyrir borð bornir.
Það er mikið fagnaðarefni að mennta- og menningarmálaráðherra skuli hafa ákveðið að færa
starfsmenntanám í garðyrkjugreinum, sem er á framhaldsskólastigi, frá Landbúnaðarháskóla Íslands
(LbhÍ).
Það er hins vegar sérstakt áhyggjuefni að LbhÍ skuli ætla að leggja undir sig þá einu aðstöðu í landinu
sem ætluð er og hefur verið fyrir starfsmenntanám í garðyrkju og nýta til óskyldra verkefna.
Í rúmlega 80 ár hafa Reykir í Ölfusi verið hjarta garðyrkjunnar, en með tilburðum stjórnenda LbhÍ er nú
verið að flæma garðyrjunámið burt á kostnað verkefna háskólans, lítt tengdum garðyrkju, en skólinn
hefur þegar starfsaðstöðu á Keldnaholti og Hvanneyri.
Ef svo heldur sem horfir mun starfsmenntanám í garðyrkju að Reykjum í Ölfusi heyra sögunni
til. Hagsmunaaðilar munu áfram leita leiða til að standa vörð um starfsmenntanám í garðyrkju og
mikilvægt og vandað rannsókna- og þróunarsamstarf því samhliða.
Nauðsynlegt er að starfsmenntanáminu verði tryggð sú aðstaða sem til þess þarf, án frekari afskipta
stjórnenda LbhÍ.

https://drive.google.com/file/d/1x0Rniyzdz2Fw-t7AuUfQCxaeO3OeUW7i/view?usp=sharing


F.h. hagsmunaaðila.


Berglind Ásgeirsdóttir, formaður Sambands garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS)
sími: 822 7639
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda
sími: 892 7309
Heiðar Smári Harðarson, formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara,
sími: 697 5599
Heimir Janusarson, Félagi iðn- og tæknigreina
Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda
Björn Bjarndal, formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi