Eins og flestir hafa tekið eftir þá eru miklar framkvæmdir í kringum hús og hótelbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Af þessum sökum er verkefnastaða margra verktaka orðin ansi þétt skipuð. Við viljum því benda þeim sem hafa hug á að fara í framkvæmdir á næsta ári að panta tímanlega til að vera viss um að fá einhvern í verkið. Verktakar nota oft haustin og veturna til að skipuleggja næstu vertíð og þá er tilvalið að leita tilboða og semja um framkvæmdir til að komast framarlega í röðina.

Lista yfir fyrirtæki má sjá í félagatalinu okkar hér á heimasíðunni. Þar eru einnig upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við fyrirtækin, hlekkir inn á heimasíður þeirra og fleiri ganglegar upplýsingar. Einnig bendum við á facebook síðu félagsins þar sem má finna myndir frá verkum okkar félagsmanna.