Félag skrúðgarðyrkjumeistara
Fréttir
Fréttatilkynning frá hagaðilum garðyrkjunnar á Íslandi
FRÉTTATILKYNNING Hagsmunaaðilar í garðyrkju hafa ákveðið að birta sérálit sem skilað var til Mennta- ogmenningarmálaráðherra vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er, og hefur verið, varðandistarfsmenntanám í garðyrkju. Greinargerðinni er ætlað að varpa ljósi á þann...
Hvað gera skrúðgarðyrkjumeistarar?
Opið bréf til Viðskiptaráðs Í nýútgefinni skýrslu Viðskiptaráðs sem ber titilinn Hið opinbera, meira fyrir minna, er því slett fram að óþarflega margar iðngreinar séu lögverndaðar. Þar er kastljósinu sérstaklega varpað á skrúðgarðyrkju með eftirfarandi orðum: „…er...
Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Laugardalshöll í síðustu viku. Þar var keppt í öllum helstu iðn og verkgreinum landsins s.s. trésmíði, pípulögnum, hársnyrtiiðn, matreiðslu, skrúðgarðyrkju og fleiru. Fjórir skrúðgarðyrkjunemar tóku þátt í keppninni og hreppti...
Félagið
Félag skrúðgarðyrkjumeistara var stofnað 1967. Félagið var stofnað úr Garðyrkjuverktakafélagi Íslands í samvinnu við Félag garðyrkjumanna. Þessi félög höfðu þá unnið að því í sameiningu að fá skrúðgarðyrkju samþykkta sem lögfesta iðngrein. Erindi var tekið fyrir á iðnþingi 1966 og eftir miklar umræður varð niðurstaðan með 45 atkvæðum gegn 21 að samþykkja álit þess efnis að mælt yrði með því að skrúðgarðyrkja yrði löggild iðngrein. Ráðuneyti samþykkti svo umsókn félaganna um löggildingu fagsins 1967.
Í grein í Vísi 1968 er sagt frá stofnun félagsins og almenningur varaður við réttindalausum mönnum. Það er málefni sem Félag skrúðgarðyrkjumeistara hefur unnið að í gegnum tíðina, að sýna fólki kosti þess að versla við faglærða aðila.
Skrúðgarðyrkjumeistarar eru ýmist með eigin rekstur eða vinna hjá opinberum aðilum. Rétt til inngöngu í félagið hafa þeir sem lokið hafa meistaraprófi í skrúðgarðyrkju. Árið 2006 var ákveðið að gera sveinum einnig kleift að ganga í félagið og hafa nokkrir nýtt það tækifæri til að taka þátt í starfi félagsins. Í félaginu eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og helsta markið þess er að hlúa að faginu og stuðla að fagmennsku.