Sveinspróf
Að loknu grunnnámi í Garðyrkjuskólanum eða sambærilegu námi annarsstaðar er nema gert kleift að taka sveinspróf. Þau eru að jafnaði haldin annað hvert ár að hausti til en árlega ef þátttaka er næg. Fyrir sveinspróf þarf nemandi að hafa lokið bæði bóklegu og verklegu námi sem telur 60 vikur í verknámi hjá meistara og 76 eininga bóknám.
Í sveinsprófi er prófað í öllum helstu þáttum greinarinnar. Sem dæmi má nefna: hellulagnir, útplöntun, uppbindingu, trjá og runnaklippingar og margt fleira. Nemendur fara einnig í munnlegt próf. Verkefni auk teikninga eru lögð fyrir nemendur og þurfa þeir að leysa þau innan ákveðinna tímamarka. Sveinsprófið tekur tvo daga.
Félag skrúðgarðyrkjumeistara tilnefnir einn aðila og varamann í sveinsprófsnefnd. Auk þeirra eru aðilar frá Félagi iðn- og tæknigreina (FIT) auk fulltrúa menntamálaráðuneytis.
Sveinsbréfin eru gefin út af ráðuneyti atvinnumála og geta nemendur sótt bréfin sín þangað standist þeir prófið
Heim
Fréttir
Einstaklingar
Fyrirtæki
Umsókn
Lög félagsins
Sagan
Stjórn
Landbúnaðarháskólinn
Sveinspróf
Meistararéttindi
Nám erlendis
Námskeið
Raunfærnimat
Grassvæði
Hellur/Grjót
Trjágróður
Ýmislegt
Myndir
Heiðursfélagar