Raunfærnimat
Raunfærnimat í skrúðgarðyrkju er í boði í gegnum Iðuna fræðislusetur. Raunfærnimat er tilvalið fyrir þá sem hafa starfað lengi í skrúðgarðyrkju og þannig orðið sér út um mikla þekkingu og reynslu í faginu.
Úr matsferlinu fær hver og einn niðurstöðu sem segir til um hvaða áfanga viðkomandi fær metna út á reynslu sína úr faginu. Þá áfanga sem eftir standa geta þeir sem útskrifast úr raunfærnimatinu klárað í Landbúnaðarháskóla Íslands til að geta svo í framhaldinu farið í sveinspróf í greininni.
Nánari upplýsingar um raunfærnimatið má nálgast bæði hjá brautastjóra skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum – FSu og hjá Iðunni fæðslusetur sem er framkvæmdaraðili matsins.
Heim
Fréttir
Einstaklingar
Fyrirtæki
Umsókn
Lög félagsins
Sagan
Stjórn
Landbúnaðarháskólinn
Sveinspróf
Meistararéttindi
Nám erlendis
Námskeið
Raunfærnimat
Grassvæði
Hellur/Grjót
Trjágróður
Ýmislegt
Myndir
Heiðursfélagar