Meistararéttindi
Þeir sem hafa lokið sveinsprófi í skrúðgarðyrkju geta sótt um í meistaraskóla. Til að öðlast meistararéttindi í skrúðgarðyrkju þarf nemandi að klára 33 einingar í meistaraskóla. Fögin eru flest rekstrar og stjórnunartengd s.s. bókhald og skjalavarsla, stjórnun, reikningsskil, tilboðsgerð, fjármál fyrirtækja, markaðsmál og margt fleira.
Að námi loknu þarf að sækja um meistarabréf til sýslumanns. Með umsókn að meistarabréfi þarf að skila margskonar gögnum s.s. staðfestingu á vinnutíma hjá meistara, sakavottorði, afriti af sveinsbréfi og fleira. Meistaranámið er í boði víðsvegar á landinu t.a.m í Tækniskólanum í Reykjavík
Umsókn um námssamning:
Þeir sem hafa áhuga á að komast á samning hjá meistara geta haft samband við félagsmenn eða við Garðyrkjuskólann (LbhÍ) agusta@lbhi.is
Heim
Fréttir
Einstaklingar
Fyrirtæki
Umsókn
Lög félagsins
Sagan
Stjórn
Landbúnaðarháskólinn
Sveinspróf
Meistararéttindi
Nám erlendis
Námskeið
Raunfærnimat
Grassvæði
Hellur/Grjót
Trjágróður
Ýmislegt
Myndir
Heiðursfélagar