Garðyrkjuskóli FSu

 

Skrúðgarðyrkjubraut

Uppbygging námsins
Skrúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara. Bóklegt nám í skrúðgarðyrkju fer fram í Garðyrkjuskólanum að Reykjum Ölfusi og tekur námið 4 annir. Verklegt nám er alls 72 vikur. Af 72 vikna verknámi eru 60 vikur dagbókarskyldar og er dagbók metin til einkunnar. Alls er námið 136 einingar, 76 einingar bóklegt og 60 verknám.

Starfsvettvangur

Skrúðgarðyrkjumenn starfa hjá skrúðgarðyrkjumeisturum, bæjar- og sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum. Sjálfstætt starfandi skrúðgarðyrkjumeistarar (eftir nám í meistaraskóla). Garðyrkjustjórar hjá bæjar- og sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum.

Inntökuskilyrði

Gert er ráð fyrir því að nemendur sem innritast á skrúðgarðyrkjubraut séu komnir á námssamning hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara og hafi lokið 12 vikna reynslutíma og hluta verknáms áður en þeir hefja bóknám. Í núverandi atvinnuástandi eru hinsvegar gerðar nokkrar undantekningar á þessum skilyrðum. Umsækjandi þarf helst að hafa lokið 2-4 önnum í framhaldsskóla. Auk íslensku (6e), dönsku (4e), ensku (4e) og stærðfræði 4(e) er ætlast til að nemendur hafi lokið grunnáföngum í efnafræði (3e), líffræði (3e), viðskiptagreinum (5e) og tölvunarfræði (3e). Heimilt er að meta reynslu úr atvinnulífi til hluta fornáms á framhaldsskólastigi og er það skoðað hverju sinni. Umsókn um skólavist skulu fylgja prófskírteini frá framhaldsskóla, vottorð um reynslutíma og námssamningur í skrúðgarðyrkju ef hann er til staðar.

Verknám

60 vikur

Markmið námsins
· Veita fræðslu um undirstöðuatriði við byggingu garða og viðhald þeirra.
· Nemendur öðlist færni í þekkingu á helstu plöntuhópum, jafnt í sumar- og vetrarbúningi
· Nemendur öðlist færni í hellulögnum, hleðslum, tröppugerð, landmælingum, klippingu trjáa og runna og umhirðu þeirra.
· Nemendur fái innsýn í rekstur á skrúðgarðafyrirtæki og félagskerfi garðyrkjunnar
· Nemendur öðlist færni til að standast sveinspróf í skrúðgarðyrkju

 

Garðyrkjuskólinn – Fjölbrautarskóli Suðurlands

 

 

Heim

Fréttir

Einstaklingar

Fyrirtæki

Umsókn

Lög félagsins

Sagan

Stjórn

Landbúnaðarháskólinn

Sveinspróf

Meistararéttindi

Nám erlendis

Námskeið

Raunfærnimat

Grassvæði

Hellur/Grjót

Trjágróður

Ýmislegt

Myndir

Heiðursfélagar